• Bru_arkitekt_pm

Stytting vinnutíma - upplýsingar

14. nóv. 2019

Í kjarasamningi Verkfræðingafélag Íslands við Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV) sem undirritaður var 29. maí sl. var gerð bókun um framkvæmd vinnutímastyttingar sem á að taka gildi frá og með 1. janúar 2020.

Bókunin hljóðar svo:

„Vinnutímastytting tekur gildi 1. janúar 2020. Atvinnurekendur skulu hafa samráð við launamenn um tillögu að útfærslu vinnutímastyttingar á grundvelli eftirfarandi valkosta:

  1. Hver dagur styttist um 9 mínútur.
  2. Hver vika styttist um 45 mínútur.
  3. Safnað upp innan ársins.
  4. Vinnutímastytting með öðrum hætti.

Samkomulag skal hafa náðst um framkvæmd vinnutímastyttingar fyrir 1. desember 2019. Ef samkomulag næst ekki styttist vinnutími um 9 mínútur á dag miðað við fullt starf.

Atvinnurekanda er heimilt vegna skipulags og nauðsynlegrar samræmingar á vinnustað að tilkynna starfsmanni með a.m.k. mánaðar fyrirvara um breytt fyrirkomulag vinnutímastyttingar.“

Í kjarasamningi Verkfræðingafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins (SA) sem tók gildi 1. júlí 2018, var ekki samið um vinnutímastyttingu. Það er samt ekkert því til fyrirstöðu að þau fyrirtæki sem fara eftir kjarasamningi SA vinni eftir þessu fyrirkomulagi.