• fjolublatt_blom

Sumarlokun skrifstofu

10. júl. 2018

Vinsamlega athugið að skrifstofa Verkfræðingafélags Íslands verður lokuð vegna sumarleyfa frá 16. júlí til 8. ágúst.

Þau sem fengu úthlutað orlofshúsum eða - íbúðum eiga að hafa fengið allar nauðsynlegar upplýsingar.

Ef erindi þola ekki bið má hafa samband í síma: 693 6483.

Með sumarkveðju.

Starfsfólk VFÍ.

Viðburðir og vetrarúthlutun

Fjölskyldudagur verkfræðinnar verður haldinn í annað sinn sunnudaginn 26. ágúst í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. 

Nú er stefnt að því að halda VerkTækni golfmótið fimmtudaginn 30. ágúst á Leynisvelli á Akranesi. Nánari upplýsingar sendar út eftir Verslunarmannahelgi en það er óhætt að taka daginn frá!

Vetrarúthlutun Orlofssjóðs VFÍ verður auglýst með tölvupósti til sjóðfélaga eftir Verslunarmannahelgi.