• foss_regnbogi

Sumarlokun skrifstofu VFÍ

Skrifstofa VFÍ verður lokuð 19. júlí til 3. ágúst.

13. júl. 2021

Vinsamlega athugið að skrifstofa Verkfræðingafélags Íslands verður lokuð vegna sumarleyfa frá 19. júlí til 3. ágúst.

Þau sem fengu úthlutað orlofshúsum eða - íbúðum eiga að hafa fengið allar nauðsynlegar upplýsingar.

Ef erindi þola ekki bið má hafa samband í síma: 693 6483.

Með sumarkveðju.

Starfsfólk VFÍ.

Viðburðir og vetrarúthlutun

Fjölskyldudagur verkfræðinnar. Við stefnum að því að taka upp þráðinn eftir Covid-19 og halda að nýju Fjölskyldudag verkfræðinnar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Búið er að bóka sunnudaginn 29. ágúst.

Nú er stefnt að því að halda VerkTækni golfmótið í lok ágúst eða byrjun september. Nánari upplýsingar sendar út eftir Verslunarmannahelgi.

Vetrarúthlutun Orlofssjóðs VFÍ verður auglýst með tölvupósti til sjóðfélaga eftir Verslunarmannahelgi. Hægt verður að bóka orlofshús í vetur frá kl. 9 mánudaginn 9. ágúst. Upplýsingar um vetrarúthlutun OVFÍ.

Dagur verkfræðinnar 2021 verður haldinn á Reykjavík Hilton Nordica föstudaginn 22. október kl. 13 - 17. Takið daginn frá!