Sumarúthlutun lokið
Búið er að úthluta orlofsvikum í sumar.
Sumarúthlutun Orlofssjóðs VFÍ er lokið. Þau sem sóttu um hafa fengið tölvupóst með upplýsingum um hvort þau fengu úthlutað eða ekki.
- Þeir sem fengu synjun geta nú þegar bókað vikur sem ekki var úthlutað. Nokkuð er um lausar vikur og má sjá þær á vef Orlofssjóðsins. (Velja "laus tímabil" á stikunni). Til að bóka verður að skrá sig inn á vefinn. Ganga verður frá greiðslu um leið og bókað er.
- Þeir sem fengu úthlutað hafa frest til miðnættis 9. maí til að ganga frá greiðslu. Athugið að ekki verða sendar út áminningar til sjóðfélaga um ógreidda orlofsviku. Húsið verður leigt öðrum.
- Föstudaginn 10. maí verða allar ógreiddar vikur lausar til bókunar. Hér gildir reglan; fyrstur bókar fyrstur fær. Athugið að ganga þarf frá greiðslu um leið og bókað er.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla