• Baldursbrapm

Sumarúthlutun Orlofssjóðs VFÍ

Frestur til að sækja um er til 30. apríl.

11. apr. 2018

Búið er að opna fyrir umsóknir vegna sumarúthlutunar Orlofssjóðs VFÍ. 

Listi yfir orlofskosti sumarið 2018

Orlofshús Árnesi. - Orlofshús Húsafelli. - Þrjú orlofshús í Klapparholti Borgarfirði. - Tvö orlofshús við Hreðavatn. - Þrjú orlofshús í Hraunborgum, þar af eitt nýtt og stærra. - Íbúð á Ísafirði. - Þrjár íbúðir á Akureyri (Sómatún, Skarðshlíð og Tröllagil). - Orlofshús að Hrísum í Eyjafirði. - Orlofshús í Vopnafirði. - Orlofshús að Staffelli í Héraði. - Íbúð í Þverholti, Reykjavík.

Auk þess býður sjóðurinn upp á leigu á tjaldvagni og niðurgreiðslu á  hótelgistingu með sölu á hótelmiðum.

Vikan kostar kr. 20.000.- Nema nýja í nýja orlofshúsinu í Hraunborgum þar kostar vikan kr. 25.000.- Tjaldvagn í viku kostar kr. 15.000.- 

Leigt er frá föstudegi til föstudags. (Tjaldvagn frá fimmtudegi til miðvikudags). 

Sumartímabilið 2018 er frá 2. júní til 1. september. Fyrir síðustu vikuna í júní, allar vikur í júlí og fyrstu vikuna í ágúst eru dregnir frá 36 punktar. Fyrir aðrar vikur að sumri dragast frá 30 punktar.

Punktastaða miðast við áramót 2017-2018.

 

Sótt er um á orlofsvef VFÍ: http://www.orlof.is/vfi/ (velja:„Umsókn um úthlutun á stikunni efst“).

Athugið að bókanir eru ekki endurgreiddar. Ef afpantað er með lengri en einnar viku fyrirvara  myndast inneign að hámarki 75% sem nýtist umsækjanda við næstu umsókn. 
(Ef afpantað er með viku eða styttri fyrirvara myndast ekki inneign).

Tekið skal fram að kerfið heimilar mínuspunktastöðu, þ.e. – 36 punkta.

 Upplýsingar um orlofssjóðinn.

Athugið að neðst á þeirri síðu eru upplýsingar um hvernig á að skrá sig inn og sækja um.