• Baldursbrapm

Sumarúthlutun Orlofssjóðs VFÍ

Frestur til að greiða er til 9. maí.

29. apr. 2018

Búið er að úthluta orlofskostum vegna sumarsins 2018. Úthlutað var eftir punktainneign. Þeir sem fengu úthlutað eru vinsamlega beðnir um að greiða fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 9. maí. Einfaldast er að skrá sig inn á orlofsvef VFÍ - velja "Greiða úthlutun" og ganga frá greiðslu. Athugið að ekki verður send út áminning til félagsmanna um ógreidda orlofsviku.  Verði þessu ekki sinnt verður húsið leigt öðrum.
Sjóðfélagar sem fengu synjun hafa annað hvort sótt um of fáa kosti eða punktastaðan er of lág miðað við aðra umsækjendur.  Frá  kl. 15 miðvikudaginn 9. maí geta þeir félagsmenn OVFÍ sem sóttu um orlofsvikur en fengu synjun skoðað lausar og ógreiddar vikur, sótt um og bókað. Hér gildir reglan; fyrstur bókar, fyrstur fær.


Miðvikudaginn 16. maí verða allar vikur sem út af standa lausar til umsóknar. Orlofsvefur OVFÍ verður þá opinn öllum sjóðfélögum til að bóka ef eitthvað er ennþá laust. Hér gildir einnig reglan; fyrstur bókar, fyrstur  fær.

Athugið að ganga þarf frá greiðslu um leið og bókað.

Við biðjum sjóðfélaga sem telja sig ekki hafa fengið tölvupóst um úthlutunina að kanna ruslpóstinn eða hvort rétt netfang er skráð hjá VFÍ.