• Baldursbrapm

Sumarúthlutun Orlofssjóðs VFÍ

Tölvupóstur hefur verið sendur til þeirra sem sóttu um.

22. apr. 2020

Sumarúthlutun Orlofssjóðs VFÍ er lokið. Þau sem sóttu um hafa fengið upplýsingar í tölvupósti. Frestur til að greiða úthlutun er til hádegis þriðjudaginn 5. maí. Eftir það geta þau sem fengið synjun bókað vikur sem þá eru lausar. Þá gildir reglan fyrstur bókar, fyrstur fær.

Listi yfir orlofskosti sumarið 2020

 

Orlofshús Árnesi. - Orlofshús Húsafelli. - Fjögur orlofshús í Klapparholti Borgarfirði. - Þrjú orlofshús í Hraunborgum, þar af eitt nýtt og stærra. - Íbúð á Ísafirði. - Þrjár íbúðir á Akureyri (Sómatún og Tröllagil). - Orlofshús að Hrísum í Eyjafirði. - Orlofshús í Vopnafirði. - Orlofshús að Staffelli í Héraði. - Íbúð við Nónhæð, Garðabæ.

Auk þess býður sjóðurinn leigu á tjaldvagni og niðurgreiðslu á hótelgistingu með sölu á hótelmiðum. Fljótlega bætist við úrvalið á hótelmiðum. - Upplýsingar um sölu á Golfkortinu og Veiðikortinu liggja ekki fyrir. Gjafabréf Icelandair eru nú þegar á vefnum.

Vikan kostar kr. 20.000.- Nema nýja í nýja orlofshúsinu í Hraunborgum þar kostar vikan kr. 25.000.- Tjaldvagn í viku kostar kr. 15.000.-

Leigt er frá föstudegi til föstudags. (Tjaldvagn frá fimmtudegi til miðvikudags).

Sumartímabilið 2020 er frá 5. júní til 28. ágúst. Fyrir síðustu vikuna í júní, allar vikur í júlí og fyrstu vikuna í ágúst eru dregnir frá 36 punktar. Fyrir aðrar vikur að sumri dragast frá 30 punktar.

Punktastaða miðast við áramót 2019-2020.