• Baldursbrapm

Sumarúthlutun Orlofssjóðs VFÍ 2019

23. apr. 2019

Búið er að opna fyrir umsóknir vegna sumarúthlutunar Orlofssjóðs VFÍ 2019. Sótt er um á orlofsvef VFÍ: http://www.orlof.is/vfi/ 

Umsóknarfrestur er til hádegis þriðjudaginn 30. apríl.

Tölvupóstur með ítarlegum upplýsingum var sendur sjóðfélögum 23. apríl 2019.

Listi yfir orlofskosti sumarið 2019

Orlofshús Árnesi. - Orlofshús Húsafelli. - Þrjú orlofshús í Klapparholti Borgarfirði. - Þrjú orlofshús í Hraunborgum, þar af eitt nýtt og stærra. - Íbúð á Ísafirði. - Tvær íbúðir á Akureyri (Sómatún og Tröllagil). - Orlofshús að Hrísum í Eyjafirði. - Orlofshús í Vopnafirði. - Orlofshús að Staffelli í Héraði. - Íbúð við Nónhæð, Garðabæ.

Auk þess býður sjóðurinn leigu á tjaldvagni og niðurgreiðslu á hótelgistingu með sölu á hótelmiðum. Á næstu dögum bætist við úrvalið á hótelmiðum og Golfkortið verður í boði. Veiðikortið og Gjafabréf Icelandair eru komin í sölu.

Vikan kostar kr. 20.000.- Nema nýja í nýja orlofshúsinu í Hraunborgum þar kostar vikan kr. 25.000.- Tjaldvagn í viku kostar kr. 15.000.-

Leigt er frá föstudegi til föstudags. (Tjaldvagn frá fimmtudegi til miðvikudags).

Sumartímabilið 2019 er frá 30. maí til 30. ágúst. Fyrir síðustu vikuna í júní, allar vikur í júlí og fyrstu vikuna í ágúst eru dregnir frá 36 punktar. Fyrir aðrar vikur að sumri dragast frá 30 punktar.

Punktastaða miðast við áramót 2018-2019.