Teningurinn - Viðurkenning VFÍ

Frestur til að skila tilnefningum var til 15. október 2023.

12. okt. 2023

Á Degi verkfræðinnar 17. nóvember 2023 verður Teningurinn afhentur í þriðja sinn. Um er að ræða viðurkenningu Verkfræðingafélags Íslands fyrir framúrskarandi verkefni eða framkvæmd. 

Teningurinn er veittur á Degi verkfræðinnar ár hvert og eru það verkefni fyrra árs sem koma til greina. Á Degi verkfræðinnar 17. nóvember 2023 verður því veitt viðurkenning fyrir framúrskarandi verkefni sem lokið var á árinu 2022.

Tengiliður við dómnefnd er Sigrún S. Hafstein sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. Senda skal tilnefningar og ábendingar til Verkfræðingafélags Íslands á netfangið: sigrun@verktaekni.is

Um Teninginn

Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á vel útfærðum og áhugaverðum verkefnum sem verkfræðingar og tæknifræðingar vinna að.

Viðurkenningin er veitt fyrir verkefnið í heild og er það eigandi (bakhjarl) verkefnisins sem hana hlýtur. Verkefni sem eru tilnefnd geta verið af ýmsum toga, til dæmis framkvæmdaverkefni, nýsköpunarverkefni, hugbúnaðarverkefni eða umbótaverkefni. Verkefni unnin erlendis af íslenskum fyrirtækjum koma einnig til greina.

Viðmið dómnefndar

Sex viðmið eru lögð til grundvallar í mati dómefndar:

- Stóðst verkefnið tímaáætlun?
- Stóðst verkefnið kostnaðaráætlun?
- Stóðst verkefnið kröfur til gæða?
- Voru öryggis- og heilbrigðismál og vinnuumhverfi verkefnisins til fyrirmyndar?
- Hver er samfélagslegur ávinningur verkefnisins?
- Hvert er nýsköpunargildi verkefnisins?

Hver dómnefndarmaður gefur einkunn fyrir hvert viðmið og það verkefni sem hlýtur hæstu meðaltals einkunn hreppir verðlaunin.

Tilnefningar

Eigandi (bakhjarl) getur tilnefnt eigið verkefni einnig geta félagsmenn Verkfræðingafélags Íslands sent inn tillögur. Koma þarf fram hver eigandi/bakhjarl verkefnisins er auk helstu samstarfsaðila; hönnuðir, verkefnisstjórar og hver þáttur verkfræðinga og tæknifræðinga var í verkefninu.

Skjal með upplýsingum fyrir þá sem vilja senda inn tilnefningu.

Fyrri handhafar Teningsins 

CRI 2021  
Controlant 2020  
Carbfix 2019 

Verkfræðilegur verðlaunagripur

Verðlaunagripurinn hefur vakið verðskuldaða athygli. Hönnuðir eru Narfi Þorsteinsson og Adrian Rodriques. Í skemmtilegu myndbandi segja þeir frá hugmyndinni að baki Teningnum og gerð hans.

Hönnun Teningsins.