Tilboð Endurmenntunar HÍ

Félagsmenn VFÍ fá 20% afslátt af tveimur námskeiðum á vormisseri.

31. jan. 2022

Félagsmönnum í Verkfræðingafélagi Íslands býðst 20% afsláttur af tveimur námskeiðum á vormisseri hjá Endurmenntun. Um er að ræða námskeið í öllum námskeiðsflokkum að undanskildum námskeiðum með erlendum sérfræðingum og námskeiðum sem tilheyra lengra námi. Skráning fer fram á heimasíðu Endurmenntunar. Til að virkja afsláttinn þarf að skrá kóðann EHIVFI22 í reitinn „Athugasemdir".

Athugið að við skráningu sjáið þið óbreytt námskeiðsverð. Afslátturinn kemur fram á greiðsluseðli. 

Ferlagreining og tækifæri til úrbóta

Miðvikudaginn 16. febrúar kl. 9:00 - 12:00.

Á námskeiðinu verður farið yfir einfaldar aðferðir við að setja fram ferli á skýran máta með SIPOC greiningu. Þegar ferli hefur verið teiknað upp verður farið yfir hvernig bera má kennsl á sóun í ferlum og kenndar áhrifaríkar aðferðir við að gera umbætur á ferlum. Lögð verður áhersla á hagnýtar aðferðir og verklegar æfingar.
Nánar hér.

Öll námskeið í starfstengdri hæfni.

Öll námskeið í persónulegri hæfni.

Öll námskeið á vormisseri.