Tilboð hjá Endurmenntun HÍ
Félagsmenn VFÍ fá afslátt af völdum námskeiðum hjá EHÍ.
Að venju fá félagsmenn Verkfræðingafélags Íslands 15% afslátt af völdum námskeiðum hjá Endurmenntun HÍ. Um er að ræða námskeið úr flestum námskeiðsflokkum sem styrkja einstaklinga í starfi og einkalífi.
Í tilboðinu eru námskeið úr námskeiðsflokknum sem miðar að hönnuðum, verkfræðingum og tæknifræðingum en þau eru Stjórnun BIM verkefna og gerð BIM aðgerðaáætlunar. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við BIM Ísland. Einnig er rétt að vekja athygli á námskeiðinu Algild hönnun og aðgengi í manngerðu umhverfi.
Önnur námskeið á sérstöku tilboði eru: Að skrifa til að lifa, Dansk kultur og samfund set igennem populær dansk tv serie, Gran Canaria og Klausturhald á Íslandi.
Skráning fer fram á vef Endurmenntunar HÍ og þarf að taka fram félagsaðild að VFÍ í athugasemdareit.
Nánar um námskeið á tilboðsverði.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla