Tillögur átakshóps í húsnæðismálum - Upptaka

Hádegisfundur Byggingastaðlaráðs og VFÍ.

21. maí 2019

Byggingarstaðlaráð og Verkfræðingafélagið stóð fyrir opnum kynningar- og fræðslufundi 21. maí. - Þar var fjalla um tillögur átakshóps í húsnæðismálum.

Elmar Erlendsson sérfræðingur á greininga- og áætlanasviði Íbúðalánasjóðs flutti erindi. Hann fjallaði um þann hluta tillagna átakshóps ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum sem fjalla um skipulags- og byggingarmál og í hvaða farvegi sú vinna er núna. Einnig var fjallað um um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og mikilvægi þeirra í áætlanagerð í nýbyggingum.

Upptaka frá fundinum.