• harpa_glerveggur

Tilnefningar vegna heiðrana

Heiðursmerki VFÍ - Heiðursfélagi VFÍ

16. ágú. 2021

Þekkir þú ekki frábæran verkfræðing eða tæknifræðing, karl eða konu, sem þér finnst rétt að verði heiðraður af félaginu? Ef já, þá fyrir hvað? Það gæti verið eitt eða fleiri af þessum atriðum:

1. Vinna fyrir félagið, svo sem í stjórn, nefndum og þess háttar. Hér kemur ennfremur til álita vinna sem er talin auka sýnileika og viðgang stéttarinnar.

2. Vinna á opinberum vettvangi eða hjá einkafyrirtækjum sem alla jafna er innt af hendi af verkfræðingi eða tæknifræðingi, spannar áratugi og þykir til eftirbreytni.

3. Vísindastörf og afrek á sviði rannsókna, en einnig útfærsla á einu eða fleiri verkfræðilegum úrlausnarefnum sem þykir skara fram úr.

4. Nýsköpun eða frumkvöðlastarf sem snýr að því að auka fjölbreytni íslensks atvinnulífs, innan þess geira sem telst til starfsvettvangs verkfræðinga og tæknifræðinga.

5. Almennt mat á mannkostum viðkomandi eða eitthvað framúrskarandi atriði utan ofangreindra þátta.

Merkisnefnd félagsins óskar eftir rökstuddum tilnefningum frá félagsmönnum um þá sem ættu að fá heiðursmerki eða vera gerðir að heiðursfélögum. Hér að neðan er vitnað í reglur félagsins um þetta. Nefndin vinnur svo úr m.a. tilnefningum og skilar rökstuddum tillögum til stjórnar félagsins.

Vinsamlegast sendið tilnefningar á netfangið tilkynningar@verktaekni.is  eigi síðar en 10. september næstkomandi og munið að láta rökstuðning fylgja með.

Listi yfir þá einstaklinga sem hafa hlotið heiðursmerki VFÍ og heiðursfélaga VFÍ.

Úr reglum um heiðursmerki:

2. gr. Heiðursmerki VFÍ er fyrst og fremst ætlað til sæmdar félagsmönnum. Heimilt er í undantekningartilvikum að sæma utanfélagsmenn.

3. gr. Heiðursmerki VFÍ má veita í viðurkenningarskyni fyrir vel unnin störf á sviði verkfræði eða vísinda, fyrir framtak til eflingar verkfræðinga- og tæknifræðingastéttinni í heild eða fyrir félagsstörf í þágu stéttarinnar.

Úr reglum um heiðursfélaga:

1. gr. Heiðursfélagi Verkfræðingafélags Íslands er sæmdarheiti, sem aðeins hlotnast mönnum, sem leyst hafa af hendi sérlega mikilsverð störf á sviði félagsmála VFÍ eða frábær verkfræði- eða vísindastörf.