Umhverfismat samgönguáætlunar - umsögn
Stjórn Verkfræðingafélags Íslands hefur sent inn umsögn vegna umhverfismats samgönguáætlunar 2019-2033. Forsaga málsins er sú að samgönguráð auglýsti umhverfismat tillögu að samgönguáætlun 2019-2033 til kynningar skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Mörkuð er stefna fyrir allar greinar samgangna næstu fimmtán ár. Með umhverfismatinu hafa verið skilgreind helstu áhrif og aðgerðir til að dregið verði úr neikvæðum umhverfisáhrifum.
Athugasemdir VFÍ snúa meðal annars að loftslagsmálum og samþættingu áætlunar við önnur áform stjórnvalda, aðgreiningu á aðferðafræði annars vegar í dreifbýli og hins vegar í þéttbýli, eflingu faglegra vinnubragða innan samgöngugeirans sem og skorti á áætlun um eftirfylgni.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla