Umsögn: Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum
Nýsköpun og tækni útundan.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur óskað eftir umsögnum um Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018 - 2030. Aðgerðaáætlunin verður uppfærð í ljósi ábendinga og mun önnur útgáfa kom út á næsta ári.
Verkfræðingafélag Íslands hefur sent inn umsögn en þar segir meðal annars: „VFÍ telur að í áætlunina skorti skýrari sýn og meiri metnað í því hvernig eigi að virkja atvinnulíf og efla nýsköpun í loftslagsvænni tækni. Nýsköpun og þróun loftslagsvænnar tækni er lykilatriði til að heimsbyggðin geti náð markmiðum um minni losun gróðurhúsalofttegunda."
Hvað þetta varðar segir á öðrum stað: „Þegar horft er á hvert fjármagnið sem fylgir áætluninni rennur, má segja að nýsköpun og græn tækni hafi orðið útundan. Það er miður því löndin í kringum okkur hafa einmitt lagt mikla áherslu á þennan þátt. Sem dæmi hafa Danir náð miklum árangri í að byggja upp fyrirtæki á sviði grænnar tækni og opinberir sjóðir styrkja markvisst við slík verkefni. Þannig er áhersla á að ná árangri í loftslagsmálum á sem hagkvæmastan hátt og með aðgerðum sem skila öðrum jákvæðum ávinningi."
Umsögn Verkfræðingafélags Íslands.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla