Umsögn: Bætt nýting virkjana

Ný umsögn stjórnar Verkfræðingafélags Íslands.

18. feb. 2022

Stjórn Verkfræðingafélags Íslands skilaði umsögn varðandi áform um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 – bætt nýting virkjana. Mál nr. 31/2022.

Verkfræðingafélag Íslands styður þau áform sem kynnt hafa verið og fela í sér að einfalda ferlið við að bæta nýtingu virkjana í rekstri. Í umsögninni segir meðal annars: „Um þjóðþrifamál er að ræða og hvetur VFÍ eindregið til þess að þessum áformum verði hrint í framkvæmd."

Verkfræðingafélag Íslands vill taka þátt í stefnumótun, lagasetningu og ákvarðanatöku. Félagið er virkur umsagnaraðili um málefni er tengjast hagsmunum félagsmanna og samfélagsins í heild.

Umsögnin.

Kynning málsins í Samráðsgáttinni.

Allar umsagnir VFÍ er hægt að nálgast hér.