• Litlar stelpur í HR með bíl.

Umsögn: Breytingar á viðmiðunarstundaskrá

Viðmiðunarstundaskrá grunnskóla - tillaga að breytingu.

15. okt. 2020

Verkfræðingafélag Íslands hefur skilað inn umsögn um tillögur að breytingum á viðmiðunarstundaskrá grunnskóla. 

Í kynningu Mennta- og menningarmálaráðuneytis í Samráðsgáttinni kom fram að nú er í mótun menntastefna til ársins 2030 þar sem áhersla verði á framúrskarandi menntun fyrir alla og í því skyni eigi að auka vægi móðurmáls og náttúrufræði til móts við viðmið nágrannaþjóða okkar.

Í umsögninni lýsir VFÍ yfir stuðningi við þessar breytingar enda hefur staða raungreina innan skólakerfisins átt undir högg að sækja að mati stjórnar félagsins. „VFÍ hefur margsinnis bent á, og beitt sér fyrir því, að kennsla í stærðfræði og náttúrugreinum verði efld. Þar nægir ekki að fjölga kennslustundum. Til ýmissa annarra ráða þarf að grípa og eru reyndar fyrirætlanir um það nefndar í kynningu ráðuneytis á málinu, eins og starfsþróunarnámskeið fyrir kennara.“

Umsögn Verkfræðingafélags Íslands.

Verkfræðingafélag Íslands vill taka þátt í stefnumótun, lagasetningu og ákvarðanatöku. Félagið er virkur umsagnaraðili um málefni er tengjast hagsmunum félagsmanna og samfélagsins í heild.

Ljósmynd: Háskólinn í Reykjavík.