• Vegur

Umsögn: Drög að grænbók um samgöngumál

Stöðumat og valkostir varðandi stefnumótunarferli.

11. ágú. 2021

Stjórn Verkfræðingafélags Íslands skilaði umsögn um grænbók um samgöngumál - stöðumat og valkostir. Í kynningu í Samráðsgátt stjórnvalda kemur fram að grænbók um samgöngumál sé hluti af stefnumótunarferli samgönguáætlunar. Samgönguáætlun er unnin á grunni laga um samgönguáætlun, nr. 33/2008. Viðfangsefni grænbókar er stöðumat samgangna sem myndar grunn fyrir vinnslu hvítbókar, stefnuskjals í samgöngum og nýrrar samgönguáætlunar.

Umsögn VFÍ um drög að grænbók um samgöngumál.

Verkfræðingafélag Íslands vill taka þátt í stefnumótun, lagasetningu og ákvarðanatöku. Félagið er virkur umsagnaraðili um málefni er tengjast hagsmunum félagsmanna og samfélagsins í heild.

Allar umsagnir VFÍ er hægt að nálgast hér.