Umsögn: Hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum

Um sögn um tillögur að stefnu stjórnvalda.

29. jún. 2021

Stjórn Verkfræðingafélags Íslands skilaði umsögn um hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum. Hvítbókin ar unnin starfshópi sem ráðherra skipaði í desember 2020 og var óskað eftir umsögnum í Samráðsgátt stjórnvalda. Þar segir í kynningu: „Hvítbókin inniheldur umfjöllun um aðlögun að loftslagsbreytingum og tillögu að grunngildum og grunnmarkmiðum stjórnvalda vegna hennar auk sértækra markmiða fyrir tiltekna málaflokka og samhæfingu aðlögunarvinnu."

Umsögn VFÍ um hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum.

Verkfræðingafélag Íslands vill taka þátt í stefnumótun, lagasetningu og ákvarðanatöku. Félagið er virkur umsagnaraðili um málefni er tengjast hagsmunum félagsmanna og samfélagsins í heild.

Allar umsagnir VFÍ er hægt að nálgast hér.