• Himinn

Umsögn: Lög um loftferðir

Drög að nýjum heildarlögum um loftferðir.

18. nóv. 2020

Verkfræðingafélag Íslands hefur skilað inn umsögn um drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftferðir. 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnti til umsagnar drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftferðir. Í frumvarpinu eru lagðar til veigamiklar breytingar frá núgildandi lögum einkum í því skyni að taka mið af þjóðréttarlegum skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist og stefnu stjórnvalda á sviði flugsamgangna.

Umsögn Verkfræðingafélags Íslands.

Verkfræðingafélag Íslands vill taka þátt í stefnumótun, lagasetningu og ákvarðanatöku. Félagið er virkur umsagnaraðili um málefni er tengjast hagsmunum félagsmanna og samfélagsins í heild.

Ljósm: Dominik Schröder.