• klakar

Umsögn: Lög um mat á umhverfisáhrifum

27. sep. 2018

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að taka lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum til heildarendurskoðunar.  Ráðuneytið óskar eftir athugasemdum eða hugmyndum í tengslum við endurskoðunina. Frestur til að skila inn umsögnum er til 1. október nk. 

Verkfræðingafélag Íslands hefur sent inn ítarlega umsögn en þar segir meðal annars: Sem ráðgjafar framkvæmdaaðila og sem starfsmenn framkvæmdaaðila, eftirlitsaðila og leyfisveitenda hafa félagsmenn VFÍ kynnst framkvæmd laganna frá upphafi. Reynsla þeirra af þeim er því mikil og hefur víða komið fram gagnrýni á þessa framkvæmd sem margir telja að hafi versnað í seinni tíð. Helsta gagnrýnin er að tíminn sem ferlið tekur hefur verið að lengjast.

Umsögn Verkfræðingafélags Íslands.