Umsögn: Ný lög um Vísinda- og nýsköpunarráð
Lögunum er ætlað að styrkja langtímastefnumótun.
Stjórn Verkfræðingafélags Íslands skilaði umsögn um frumvarp til nýrra laga um Vísinda- og nýsköpunarráð. Óskað var eftir umsögnum í Samráðsgátt stjórnvalda. Þar segir í kynningu: „Markmið nýs fyrirkomulags vísinda, tækni og nýsköpunarmála er að styrkja langtímastefnumótun í vísinda- og nýsköpunarmálum með heildrænni nálgun á málaflokkinn, skýrari hlutverkum helstu aðila og öflugri sjálfstæðri gagnagreiningu, ásamt eftirfylgni og auknu samstarfi og samhæfingu á milli ráðuneyta."
Umsögn VFÍ um ný lög um Vísinda- og nýsköpunarráð.
Í þessari nýju umsögn VFÍ er vísað til fyrri umsagnar um tillögur verkefnishóps um breytingar á lagaumhverfi Vísinda- og tækniráðs.
Verkfræðingafélag Íslands vill taka þátt í stefnumótun, lagasetningu og ákvarðanatöku. Félagið er virkur umsagnaraðili um málefni er tengjast hagsmunum félagsmanna og samfélagsins í heild.