• blatt_abstrakt

Umsögn: Opinber stuðningur við nýsköpun

Drög að frumvarpi til laga um opinberan stuðning við nýsköpun.

13. okt. 2020

Umsögn Verkfræðingafélags Íslands um drög að frumvarpi til laga um opinberan stuðning við nýsköpun. Í inngangi að frumvarpsdrögunum segir: „Frumvarpið felur í sér viðamiklar breytingar á opinberum stuðningi við nýsköpun í landinu. Leitast er við að forgangsraða verkefnum, draga úr yfirbyggingu og auka sveigjanleika. Af frumvarpinu leiðir að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði lögð niður sem sérstök ríkisstofnun og flestum 

verkefnum hennar fundið annað heimili.“

Umsögn Verkfræðingafélags Íslands.

Verkfræðingafélag Íslands vill taka þátt í stefnumótun, lagasetningu og ákvarðanatöku. Félagið er virkur umsagnaraðili um málefni er tengjast hagsmunum félagsmanna og samfélagsins í heild.