Umsögn: Stefna Íslands um gervigreind

Grundvallarspurningar um upplegg og áherslur.

16. mar. 2021

Stjórn Verkfræðingafélags Íslands skilaði umsögn varðandi stefnu Íslands um gervigreind. Óskað var eftir umsögnum í Samráðsgátt stjórnvalda. Um málsefni segir þar: „Nú er í vinnslu stefna Íslands um gervigreind. Lýðræðislegar reglur verða að ráða því hvernig gervigreind er notuð og tryggja verður öllum jafnan rétt til að móta þjóðfélag framtíðarinnar. Með það að leiðarljósi eru hér settar fram til samráðs þær grundvallarspurningar sem stefna Íslands um gervigreind mun fást við og jafnframt fyrstu hugmyndar um upplegg og áherslu stefnunnar."

Umsögn VFÍ varðandi stefnu Íslands um gervigreind.

Verkfræðingafélag Íslands vill taka þátt í stefnumótun, lagasetningu og ákvarðanatöku. Félagið er virkur umsagnaraðili um málefni er tengjast hagsmunum félagsmanna og samfélagsins í heild.

Allar umsagnir VFÍ er hægt að nálgast hér.