• Vegur

Umsögn: Umhverfismat framkvæmda og áætlana

Endurskoða þarf hlutverk og verkefni stofnana varðandi umhverfismat.

6. sep. 2021

Stjórn Verkfræðingafélags Íslands skilaði umsögn um drög að reglugerð um umhverfismat framkvæmda og áætlana, mál nr. 154/2021. Drögin taka til umhverfismats framkvæmda og áætlana og byggja á nýjum lögum um sama efni. Með reglugerðinni eru útfærð nánar efnisatriði laganna.

Í kynningu í Samráðsgátt stjórnvalda segir meðal annars: „Með nýjum heildarlögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana var sameinuð löggjöf um annars vegar mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og hins vegar löggjöf um umhverfismat áætlana. Drögin að reglugerðinni byggja á framangreindum lögum þar sem markmiðið var m.a. að tryggja þátttökuréttindi almennings og að setja fram skýrar og einfaldar málsmeðferðarreglur. Drögin fela m.a. í sér nánari útfærslu á ákvæðum laganna um forsamráð og samþætta málsmeðferð og skyldur ábyrgðaraðila áætlana og framkvæmdaaðila hvað varðar skil á gögnum og innihald þeirra."

Umsögn VFÍ um drög að reglugerð um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Verkfræðingafélag Íslands vill taka þátt í stefnumótun, lagasetningu og ákvarðanatöku. Félagið er virkur umsagnaraðili um málefni er tengjast hagsmunum félagsmanna og samfélagsins í heild.

Allar umsagnir VFÍ er hægt að nálgast hér.