• Teningur_1

Upptökur frá Degi verkfræðinnar

Upptökur af öllum fyrirlestrum á Degi verkfræðinnar.

5. nóv. 2021

Upptökur frá Degi verkfræðinnar, og öðrum viðburðum á vegum félagsins, eru á Vimeo rás félagsins. Streymi var úr öllum þremur sölunum á Degi verkfræðinnar og var það birt á mbl.is og visir.is. Mikið áhorf var á streymið og hafa um 2000 manns horft streymi úr hverjum sal. Dagur verkfræðinnar var sem fyrr mjög vel sóttur og fullt hús. Hér neðst eru hlekkir á upptökurnar. 

Slóðin á rásina: https://vimeo.com/vfisjonvarp

Teningurinn afhentur í fyrsta sinn

Carbfix og Controlant hlutu Teninginn, viðurkenningu Verkfræðingafélags Íslands fyrir framúrskarandi verkefni eða framkvæmd, þegar hann var afhentur í fyrsta sinn á Degi verkfræðinnar.  

Verðlaunagripurinn, sem var frumsýndur á Degi verkfræðinnar, hefur vakið verðskuldaða athygli. Hönnuðir eru Narfi Þorsteinsson og Adrian Rodriques. Í skemmtilegu myndbandi segja þeir frá hugmyndinni að baki Teningnum og gerð hans.

 

Myndband um hönnun Teningsins.