Utanlandsferð Öldungadeildar VFÍ

Leyndar perlur Austur-Þýskalands.

8. júl. 2021

Öldungadeild VFÍ í samstarfi við Bændaferðir hefur skipulagt ferðina, Leyndar perlur Austur-Þýskalands, sem verður farin dagana 12. - 19. október 2021 og er opin öllum félagsmönnum VFÍ.  Ítarleg ferðalýsing er í skjalinu hér fyrir neðan, þar eru einnig upplýsingar um verð.

Upplýsingar um ferðina.

Í bókunarhlekk hér fyrir neðan er hægt að bóka sig beint á netinu og greiða staðfestingargjald. Loka skráningardagur í ferðina er 28. júlí. Lágmarksfjöldi í ferðina er 25 manns og hámarksfjöldi 35.

Bókunarhlekkur (þar eru einnig upplýsingar):
https://www.baendaferdir.is/baendaferdir/detail/2580/leyndar-perlur-austur-thyskalands-oldungadeild-vfi

Hver og einn farþegi bókar sig þá sjálfur á vefnum og greiðir staðfestingargjald kr. 35.000 á mann um leið. Farþegar eru þar af leiðandi ábyrgir fyrir sinni bókun, t.d. að nöfn farþega séu skrifuð eins og þau eru í vegabréfi.

Kosturinn við þessa leið er að farþegar geta skráð sig inn þegar það hentar og greitt aukalega inn á ferðina, en ferðin þarf síðan að vera fullgreidd átta vikum fyrir brottför (17. ágúst).

Við bókun þurfa farþegar að skrá eftirfarandi upplýsingar:

  • Kennitala
  • Fullt nafn (eins og það stendur í vegabréfi)
  • Heimilisfang
  • Símanúmer, helst bæði heima og gsm
  • Netfang
  • Hverjir deila herbergi

Staðfestingargjaldið er 35.000 kr. á mann.

Athugið að staðfestingargjald er í öllum tilfellum óafturkræft eftir að það hefur verið greitt og er bundið kennitölu farþega.

Nokkur atriði til upplýsinga/athugunar:

Tryggingar:
Sérhver ferðamaður á að huga vel að ferðatryggingum tímanlega áður en lagt er af stað. Ferða – og forfallatryggingar eru ávallt á ábyrgð sérhvers ferðamanns ekki ferðaskrifstofu. Flestir eru með slíkar tryggingar á kreditkorti sínu, en annars er hagstæðast að bæta ferðatryggingu við heimilistryggingapakka. Almennar ferðatryggingar eru ekki lengur innifaldar í öllum kreditkortum og því nauðsynlegt að sérhver ferðamaður kynni sér hvort og hvers lags tryggingar tengjast hans kreditkorti.

Vildarpunktar Icelandair:
Eins og staðan er í dag er einungis hægt að nota vildarpunkta hjá Icelandair eða ferðaskrifstofum í eigu Icelandair.

Það er því ekki hægt að nota óbreytta vildarpunkta hjá Bændaferðum, en farþegar sem eru í vildarklúbbnum fá sjálfkrafa punkta fyrir flugið (punktarnir koma inn hjá farþegum um 2 vikum eftir ferð).

Það er aftur á móti hægt að umbreyta vildarpunktum í gjafabréf, sjá nánar á slóðinni: https://www.icelandair.is/frequent-flyer/earning-and-redeeming/redeem-points/sagaclubgiftcertificate/

Hægt er að nota gjafabréf Icelandair hjá Bændaferðum – 1 gjafabréf á farþega:

Við getum tekið við gjafabréfum Icelandair og það gilda sömu reglur og á heimasíðu Icelandair. Gjafabréfin eru rafræn og þarf farþeginn að senda okkur gjafabréfið í tölvupósti á netfangið bokun@baendaferdir.is og þá athugum við hvort það sé hægt að nota þau að fullu, eða hluta o.s.frv. þar sem gjafabréfin eru mjög mismunandi. Sum gilda einungis upp í fargjald og ekki skatta, á meðan að önnur gilda bæði fyrir fargjöld og skatta. Mörg verkalýðsfélög bjóða einnig upp á kaup á gjafabréfum Icelandair með afslætti.

Hver farþegi getur notað 1 gjafabréf. Ekki er hægt að greiða staðfestingargjald með gjafabréfi, en eftir að staðfestingargjald hefur verið greitt er hvenær sem er hægt að leggja gjafabréfið inn sem innágreiðslu.