• Fjölskyldudagur verkfræðinnar

Vel heppnaður fjölskyldudagur

Fjölskyldudagur verkfræðinnar haldinn í fyrsta sinn.

4. sep. 2017

Þrátt fyrir lítið spennandi veðurspá var góð mæting á fyrsta Fjölskyldudag verkfræðinnar sem VFÍ hélt í Húsdýragarðinum 27. ágúst. Góð stemmning var og Vísindasmiðja HÍ og Sprengju-Kata vöktu mikla hrifningu.Ráðgert er að Fjölskyldudagur verkfræðinnar verði árlegur viðburður.


Fjölskyldudagur verkfræðinnarÍ farandsýningu Vísindasmiðjunnar eru í boði tilraunir, þrautir, tæki, tól, leikir og óvæntar uppgötvanir fyrir alla aldurshópa. Gestir geta meðal annars kynnst undraverðum eiginleikum ljóss, lita, hljóðs og rafmagns, teiknað listaverk með rólu, leikið á syngjandi skál, smíðað vindmyllu, mótað heillandi landslag og margt fleira. Öll fjölskyldan getur upplifað vísindin með lifandi hætti, uppgötvað og leikið sér af hjartans lyst.

Fjölskyldudagur verkfræðinnarUngir og gamlir kunnu vel að undraheim vísindanna. Fleiri myndir eru á Facebook síðu VFÍ. Fjölskyldudagur verkfræðinnar