• harpa_glerveggur

Verkefnastjórnun á Íslandi - Nýtt rit

Verkefnastjórnun á Íslandi - Saga, staða og framtíð.

3. mar. 2021

Verkfræðingafélag Íslands í samstarfi við Verkefnastjórnunarfélag Íslands hefur gefið út rit með þremur ritrýndum fræðigreinum  um sögu, stöðu og framtíð verkefnastjórnunar á Íslandi. Höfundar eru þeir Helgi Þór Ingason prófessor og forstöðumaður MPM-námsins í HR, Haukur Ingi Jónasson lektor og formaður stjórnar MPM-námsins og Þórður Víkingur Friðgeirsson lektor við HR. Greinarnar birtust áður í Verktækni - Tímariti Verkfræðingafélags Íslands. 

Í formála segir: „Í þessum þremur greinum, sem allar byggja á rannsóknum, er fjallað um hvernig verkefnastjórnun þróaðist frá því að vera aðferð til að ná utanum verklegar framkvæmdir til þess að verða sjálfstæð fag- og fræðigrein. Þá er litið fram á veginn og framtíð fagsins leidd fram í áhugaverðri sviðsmynd."

 Í ritinu er meðal annars farið yfir umfang og þróun verkefnastjórnunar hér á landi auk þess sem litið er til framtíðar og rannsóknum beint að stöðu verkefnastjórnar á komandi tímum. 

Ritið er ómissandi lesning fyrir verkefnastjóra og alla þá sem kunna að tengjast faginu á einn eða annan máta 

Flettiútgáfa af ritinu.

Ritið sem pdf skjal.