Verkfræðinám við HÍ 80 ára

80 ár frá því að verkfræðinám hófst við Háskóla Íslands

19. okt. 2020

19. október 2020 eru 80 ár liðin frá því að kennsla hófst í verkfræði við Háskóla Íslands. Á þessu tímabili hafa hátt í fjögur þúsund nemendur brauðskráðst úr verkfræðinámi við skólann. Verkfræðingafélag Íslands hefur alla tíð haft sterk tengsl og gott samstarf við Verkfræðideildina. Við upphaf síðari heimstyrjaldar ályktaði VFÍ að rétt væri að hefja kennslu í verkfræði við Háskóla Íslands. Í dag eru kenndar tólf verkfræðigreinar við Háskóla Íslands og nemendur í verkfræði eru 789.

Í tilefni af afmælinu var haldin málstofa á vegum Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ. Meðal frummælenda var Svana Helen Björnsdóttir, formaður VFÍ. Hér fyrir neðan má lesa ávarpið

Ávarp formanns VFÍ.

Verkfræðinám við HÍ í 80 ár.