Verkfræðingar unnu golfmótið

VerkTækni golfmótið haldið í 21. sinn.

7. sep. 2018

Sveit verkfræðinga bar sigur úr býtum í VerkTækni golfmótinu sem haldið var á Garðavelli á Akranesi síðastliðinn fimmtudag. 

VerkTækni golfmótið er fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga sem eru félagmenn í VFÍ, maka þeirra og gesti.  Keppt  er í sveitakeppni á milli verkfræðinga og tæknifræðinga þar sem 5 bestu skor telja án forgjafar. Einnig er keppt í eftirtöldum flokkum einstaklinga:

Félagsmenn VFÍ
Besta skor án forgjafar, veitt eru verðlaun fyrir efsta sæti.
Punktakeppni með fullri forgjöf, veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sæti.

Gesta- og makakeppni
Besta skor án forgjafar, veitt eru verðlaun fyrir efsta sæti.
Punktakeppni með fullri forgjöf, veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sæti.

Mótið var nú haldið í 21. sinn. Því hafði áður verið frestað vegna veðurs og þess vegna var þátttakan heldur dræmari en venjulega. - En það kom ekki að sök, allir skemmtu sér hið besta og við hvetjum félagsmenn að taka þátt í mótinu að ári. Á myndinni hér fyrir ofan er mótstjórnin: Lára Hannesdóttir og Guðni Örn Jónsson.

Athugið að VerkTæknimótið er opið fyrir alla golfara í VFÍ óháð stöðu forgjafar! – Megintilgangurinn er að halda skemmtilegt mót.