Verkfræðingar unnu VerkTækni golfmótið

Vel heppnað golfmót var haldið í Grindavík.

16. sep. 2022

Árlegt golfeinvígi verkfræðinga og tæknifræðinga, VerkTæknigolfmótið, var haldið á Húsatóftavelli í Grindavík. Verkfræðingar fóru með sigur af hólmi í sveitakeppninni, þar sem fimm bestu skor telja án forgjafar. Einvígið er þó ekki aðalatriðið heldur er meginmarkmiðið að halda skemmtilegt mót þar sem allir golfáhugamenn í VFÍ eru velkomnir. 


Á myndinni eru Víðir Bragason og Kristinn Jósep Gíslason sem afhentu verðlaunin.

Keppt var í eftirtöldum flokkum einstaklinga:
Félagsmenn VFÍ
Besta skor án forgjafar: Víðir Bragason, (sem þar með má segja að hafi haldið uppi heiðri tæknifræðinga í mótinu).
Punktakeppni með fullri forgjöf, veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sæti.
1. Sturla Rafn Guðmundsson.
2. Jón Óskar Óskarsson.
3. Svanþór Gunnarsson.

Gesta- og makakeppni
Besta skor án forgjafar: Helga Rut Svanbergsdóttir.
Punktakeppni með fullri forgjöf, veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sæti.
1. Berglind Jónasdóttir.
2. Knútur Bjarnason.
3. Ágúst Þór Þorkelsson.

Nándarverðlaun á 18. holu fékk Svanþór Gunnarsson.

Takk fyrir mótið! Sjáumst að ári.