Verkin tala - viðurkenningar VFÍ
Uppskeruhátíð meistaranema í Háskólanum í Reykjavík.
Á hverju vori heldur Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík uppskeruhátíð sem nefnist Verkin tala. Þar kynna meistaranemar við deildina niðurstöður rannsókna sinna á veggspjöldum. Páll Á. Jónsson, varaformaður VFÍ flutti ávarp og afhenti viðurkenningar fyrir tvö bestu veggspjöldin.
Fyrir 30 eininga verkefni var það Kristín Lilja Friðriksdóttir, MSc. í rekstrarverkfræði en hennar verkefni var: Flight Delay Analysis and On-Time Performance Prediction with Discrete-Event Simulation for Icelandair.
Fyrir 60 eininga verkefni hlaut Abra Roberta Gold, MSc. í orkuvísindum viðurkenningu en hennar verkefni var: Iceland School of Energy Permafrost Mitigation Solutions for Underground Thermal Energy Storage in Baker Lake, Nunavut.
Á myndinni eru, talið frá vinstri: Björn Karlsson fulltrúi Menntamálanefndar VFÍ, Abra Roberta Gold, Kristín Lilja Friðriksdóttir, Páll Á. Jónsson varaformaður VFÍ og Eyjólfur Ingi Ásgeirsson dósent við Verkfræðideild HR.