VerkTækni golfmótið 2021

Skráið ykkur sem fyrst!

17. ágú. 2021

Haldið á Húsatóftavelli Grindavík, föstudaginn 27. ágúst.
Skráningu lýkur á hádegi miðvikudaginn 25. ágúst.

Athugið að mótið er opið fyrir alla golfara í VFÍ óháð stöðu forgjafar! – Megintilgangurinn er að halda skemmtilegt mót.

Dagskrá í grófum dráttum:
12:00 Mæting á Húsatóftavöll.
13:00 Ræst út á öllum teigum samtímis.

Málsverður og verðlaunaafhending í klúbbhúsinu.

Mótsgjald er kr. 6.000.- Matur innifalinn.

Staðsetning og fyrirkomulag
VerkTækni golfmótið verður nú haldið í 24. skipti og fer að þessu sinni fram hjá Golfklúbbi Grindavíkur, Húsatóftavelli, föstudaginn 27. ágúst. Mótið er fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga sem eru félagmenn í VFÍ, maka þeirra og gesti. Keppt er í sveitakeppni á milli verkfræðinga og tæknifræðinga þar sem fimm bestu skor telja án forgjafar. Einnig er keppt í eftirtöldum flokkum einstaklinga:

Félagsmenn VFÍ
Besta skor án forgjafar, veitt eru verðlaun fyrir efsta sæti.
Punktakeppni með fullri forgjöf, veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sæti.

Gesta- og makakeppni
Besta skor án forgjafar, veitt eru verðlaun fyrir efsta sæti.
Punktakeppni með fullri forgjöf, veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sæti.

Tilkynnt verður um önnur verðlaun á staðnum, til dæmis nándarverðlaun o.þ.h.

Skráning
Skráið ykkur sem fyrst
með því að senda tölvupóst: tilkynningar@verktaekni.is  Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram: Fullt nafn, kennitala, forgjöf, golfklúbbur, tæknifræðingur/verkfræðingur, og með hverjum er óskað að spila. Mótsstjórn mun endurraða í holl telji hún þörf á því.