• golfmót sigurvegarar

VerkTækni golfmótið - úrslit

ÍAV/Ferill vann sveitakeppnina.

16. ágú. 2017

Mótið fór fram á Keilisvellinum þar er glæsilegur 18 holu golfvöllur. Þátttakendur voru um 70 og þótti mótið takast vel. Fyrri níu holur vallarins, Hraunið, eru lagðar í hraunbreiðu sem getur reynst kylfingum afar erfið viðureignar missi þeir boltann út af brautum. Seinni 9 holur vallarins, Hvaleyrin, er af ætt links-golfvalla þar sem sjórinn og djúpar sandglompur koma mikið við sögu.

Hvaleyrarvöllur hefur um árabil þótt einn allra fremsti golfvöllur Íslands og hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar því til staðfestingar. Sumarið 2017 voru þrjár nýjar brautir teknar í notkun á Hvaleyrinni í stað eldri brauta. Tókust breytingarnar afar vel upp en fyrst var keppt á þeim á Íslandsmótinu í höggleik nú í sumar2017.

Hvaleyrarvöllur er krefjandi og skemmtilegur, hraunið og sjórinn hafa vissulega áhrif á leikinn þegar VerkTækni mótið fór fram í blíðskaparveðri en smá vindi.

VerkTækni golfmótið 2017 úrslit

golfnefndin

Á myndinni er golfnefnd VFÍ. Kristinn J. Kristinsson, Lára Hannesdóttir, Guðmundur Pálmi Kristinsson og Víðir Bragason. 

Frá árinu 1997 héldu TFÍ og VFÍ sameiginlegt golfmót fyrir félagsmenn og gesti þeirra.  Einn hluti mótsins var sveitakeppni mill verkfræðinga og tæknifræðinga.  Nú var þeirri keppni breytt í fyrirtækjakeppni milli verkfræðistofa og stofnana sem hafa félagsmenn í hinu nýja sameinaða félagi Verkfræðingafélagi Íslands í vinnu hjá sér.  Farandgripur var  í verðlaun og verður gripurinn varðveittur hjá sigursveitinni í eitt ár. Tólf sveitir tóku þátt í mótinu. 

Eins og áður var keppt í eftirtöldum flokkum einstaklinga:  

a.     Félagsmenn í Verkfræðingafélagi Íslands. Punktakeppni með fullri forgjöf, veitt voru verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti.Leikinn var 18 holu Stableford punktakeppni með fullri forgjöf. Einnig var keppt um farandgrip og er hann áritaður með nafni sigurvegarins.

b.      Gesta- og makakeppni.  Punktakeppni með fullri forgjöf, veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.

Sigursveit fyrirtækja var Íslenskir aðalverktakar/verkfræðistofan Ferill en sveitina skipuðu þeir Haukur Magnússon og Snæbjörn Kristjánsson. Við afhendingu farandsgripsins gat Haukur þess að sveitin hefur fengið nafnið, VERKFERILL.

Boðið var upp á kvöldverð í Verkfræðingahúsinu að Engjateig 9 og  afhent  verðlaun og dregið úr skorkortum. Það þótti vel til fundið að slíta mótinu í heimahúsi félagsins.

Golfnefnd Verk- og tæknifræðinga vill þakka starfsfólki Keilis og Verkfræðingafélagsins fyrir mjög góða þjónustu á mótsdag.

Úrslit urðu sem hér segir:

Sveitakeppnin    Nafn Fjöldi pkt.  
Sveitin ÍAV/FERILL   Haukur Magnússon/Snæbjörn Kristjánsson 61
Félagsmenn Sæti    
Punktakeppni m.fg. 1 Bergsteinn Hjörleifsson 33   
Punktakeppni m.fg. 2 Haukur Magnússon 32  
Punktakeppni m.fg. 3 Markús S. Markússon 30  
Gestir Sæti    
Punktakeppni m.fg. 1 Snorri B. Sturluson 33  
Punktakeppni m.fg. 2 Kristín Einarsdóttir 28  
Punktakeppni m.fg. 3 Ingólfur Arnarsson 27  
Næst holu Braut      
Braut 4.  Hallgrímur Jónasson 3,22 m  
Braut 6.  Þórólfur Níelssen 2,60 m  
Braut 10.  Grétar Leifsson 9,72 m  
Braut 15.  Snorri B. Sturluson 3,82 m