Vetrarúthlutun Orlofssjóðs VFÍ
Opnað fyrir umsóknir mánudaginn 6. júlí kl. 9:00.
Frá og með mánudeginum 6. júlí kl. 9:00 - verður hægt að bóka orlofsvikur frá 11. september 2020 til 20. maí 2021 á orlofsvef OVFÍ; www.orlof.is/vfi
Fyrstu vikur september og síðustu vikur maímánaðar eru notaðar til viðhalds og þrifa, nema í íbúðinni við Nónhæð í Garðabæ.
Um vetrarleigu gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær. Athugið að bókanir eru ekki endurgreiddar. Ef afpantað er með lengri en einnar viku fyrirvara myndast inneign að hámarki 75% sem nýtist umsækjanda við næstu umsókn. (Ef afpantað er með viku eða styttri fyrirvara myndast ekki inneign).
Eins og áður verður vetrarfrísvikum grunnskólanna úthlutað sérstaklega. Um er að ræða vikurnar: 15. til 29. október 2020 og 18. febrúar til 4. mars 2021. Páskavikunni 1. til 8. apríl 2021 verður einnig úthlutað sérstaklega.
Í vetrar- og páskafrísvikum er sem fyrr úthlutað eftir punktaeign félagsmanna. Frádráttur fyrir úthlutun er 36 punktar (sama og að sumri).
Eins og áður að vetri eru orlofshúsin leigð frá fimmtudegi til fimmtudags. Hver félagsmaður getur bókað eina orlofsviku fyrir áramót og aðra eftir áramót.
Athugið að orlofsvikur fást ekki endurgreiddar.
Teknir verða 3 punktar fyrir hverja orlofsleigu að vetri, vikan kostar kr. 20.000.- Nema stærsta húsið í Hraunborgum kostar kr. 25.000.-
Athugið að einungis er heimilt að vera með gæludýr í Klapparholti 8 og 10.
Tekið skal fram að kerfið heimilar mínuspunktastöðu, þ.e. – 36 punkta.
Á vef VFÍ eru greinargóðar upplýsingar um orlofssjóðinn:
https://www.vfi.is/styrkir-og-sjodir/orlofssjodur/
Athugið að neðst á þeirri síðu eru upplýsingar um hvernig á að skrá sig inn og sækja um.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla