• Fánar VFÍ fyrir utan Hörpu

Viðhorfskönnun VFÍ

Taktu þátt! - Góð svörun er lykilatriði.

23. feb. 2018

Eitt af meginmarkmiðum Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) er að standa vörð um hagsmuni og styrkja stöðu verkfræðinga og tæknifræðinga á Íslandi. Félagið er sérstakt að því leyti að innan félagsins er öflugt faglegt starf samhliða kjaratengdum verkefnum.

Til að meta árangur af starfsemi VFÍ er nú í gangi könnun meðal félagsmanna.

Könnunin er unnin í samvinnu við MMR og tekur hún til allra félagsmanna VFÍ.

Í könnuninni er leitað álits á ýmsum þáttum sem skipta miklu máli, svo sem þjónstu skrifstofunnar og vægi helstu þátta í starfsemi félagsins.

Góð svörun í þessari könnun er lykilatriði. Félagsmenn eru því eindregið hvattir til að taka þátt.

Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi könnunina, ekki hika við að hafa samband við skrifstofu VFÍ, skrifstofa@verktaekni.is  - sími: 535 9300.

Farið er með öll gögn sem algjört trúnaðarmál. Öll svör berast beint til MMR, sem skrifað hafa undir trúnaðaryfirlýsingu, til úrvinnslu og mun stjórn eða starfsfólk VFÍ aldrei hafa aðgang að svörum einstakra þátttakenda. Hver og einn félagsmaður fær senda einkvæma slóð að könnuninni með tölvupósti. Á meðan félagsmaður hefur ekki lokið könnuninni þá heldur svarblað tengingu við tölvupóstfang en um leið og svarandi lýkur könnun rofna tengslin sjálfkrafa og útilokað verður fyrir MMR að sjá hvaða tölvupóstfang skilaði hvaða svarblaði.

Það tekur aðeins örfáar mínútur að svara könnuninni en hún er tækifæri félagsmanna til að hafa áhrif á starfsemi félagsins í náinni framtíð.