Viðurkenning á gæðum verkfræðináms við HÍ
Röðun á lista Times Higher Education.
Tímaritið Times Higher Education hefur í fyrsta sinn birt röðun verkfræði og tækni á sínum lista. Verkfræði við Háskóla Íslands raðast þar í 175-200 sæti sem er gríðarleg viðurkenning á gæðum verkfræðináms og rannsókna á Íslandi. Alls eru 500 háskólar á hinum nýbirta lista tímaritsins.
Mat Times Higher Education á bestu háskólunum á sviði verkfræði og tækni nær til fjölbreyttra verkfræðigreina, þar á meðal rafmagns-, véla-, iðnaðar- og efnaverkfræði auk almennra verkfræðigreina.
Fyrr í haust birti Times Higher Education heildarlista yfir bestu háskóla heims tímabilið 2017-2018 og þar var Háskólinn í 201.-250. sæti.
Nánari upplýsingar á vef HÍ.Vefur Times Higher Education.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla