• Afhendin viðurkenningar á veggspjaldadegi í HR.

Viðurkenning fyrir besta veggspjaldið

Lokaverkefni meistaranema við Háskólann í Reykjavík.

8. jún. 2017

Verkin tala var yfirskriftin á veggspjaldadegi í HR sem haldinn var 7. júní. Meistaranemar í verkfræði við tækni- og verkfræðideild HR kynntu lokaverkefni sín á veggspjöldum í Sólinni í HR. Steindór Guðmundsson formaður Menntamálanefndar VFÍ og Sigurður Ingi Erlingsson dósent við tækni- og verkfræðideild HR skipuðu tveggja manna dómnefnd og völdu besta veggspjaldið. Við valið var bæði tekið tillit til innihalds og efnistaka í lokaverkefninu og framsetningar á veggspjaldaformi.

Þórey Friðrikka Guðmundsdóttir hlaut viðurkenninguna. Lokaverkefni hennar úr meistaranámi í rekstrarverkfræði ber heitið: Reliability Analysis of the Eclectrical System in Boeing 757-200 Aircraft an RB211-535 Engines. Þórey lauk BSc prófi í fjármálaverkfræði frá HR 2009. 
Þetta er í fyrsta sinn sem VFÍ veitir þessa viðurkenningu.
Á myndinni eru, talið frá vinstri: Sigurður Ingi, Þórey Friðrikka og Steindór.