Viðurkenningar fyrir bestu veggspjöldin
Lokaverkefni meistaranema við Háskólann í Reykjavík.
Verkin tala var yfirskriftin á veggspjaldadegi í HR sem haldinn var nýverið. Meistaranemar í verkfræði kynntu lokaverkefni sín á veggspjöldum í Sólinni í HR. VFÍ veitti viðurkenningu fyrir bestu veggspjöldin, annars vegar fyrir 30 eininga verkefni og hins vegar fyrir 60 eininga verkefni. Við valið var bæði tekið tillit til innihalds og efnistaka í lokaverkefninu og framsetningar á veggspjaldaformi.
Caroline Mary Medino fékk viðurkenningu fyrir verkefnið „Improving Current Efficiency in Low-Temperature Aluminum Electrolysis with Vertical Inert Electrodes“ í flokki 60 eininga verkefna.
Brynjar Elís Ákason fékk viðurkenningu fyrir verkefnið „Modelling accrued pension liability using future mortality rates from the Lee-Carter model“ í flokki 30 eininga verkefna.
Á myndunum eru verðlaunahafar ásamt Steindóri Guðmundssyni formanni Menntamálanefndar VFÍ.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla