Viðurkenningar fyrir lokaverkefni í tæknifræði

22. jún. 2023

Nýverið veitti Verkfræðingafélag Íslands þremur nemendum sem luku tæknifræðinámi árið 2022 viðurkenningar við hátíðlega athöfn í Verkfræðingahúsi. Viðurkenningarnar eru veittar fyrir lokaverkefni í byggingar-, rafmagns- og orku- og véltæknifræði. Fagstjórar í tæknifræði tilnefndu þrjú lokaverkefni hver og dómnefndir VFÍ valdi eitt verkefni af hverri braut sem hlaut viðurkenningu félagsins. 


Eftirtalin fengu viðurkenningu að þessu sinni: 
Guðrún Hlíðkvist G. Kröyer fyrir lokaverkefni í byggingartæknifræði.
Fáfnir Hjörleifsson, fyrir lokaverkefni í rafmagnstæknifræði.
Þorgeir Freyr Gíslason fyrir lokaverkefni í orku- og véltæknifræði.

Viðurkenningar VFÍ vegna lokaverkefna í tæknifræði lágu niðri vegna heimsfaraldursins og það er sérlega ánægjulegt að geta tekið upp þráðinn. Nú er stefnt að því að veiting viðurkenninga fari fram árlega að lokinni útskrift í janúar frá Háskólanum í Reykjavík. 

Á myndunum má sjá Fáfni ásamt fulltrúum dómnefnda, og fulltrúa Guðrúnar og Þorgeirs ásamt fulltrúum dómnefnda en þau Guðrún og Þorgeir voru fjarverandi þegar viðurkenningarnar voru veittar.