• singapúr

Vinsæl Rýnisferð - uppselt

Uppselt í Rýnisferðina á örfáum mínútum.

24. jan. 2018

Þriðjudaginn 23. janúar kl. 9:00 hófst skráning í Rýnisferð VFÍ 2018 sem að þessu sinni verður farin í september til Singapúr með möguleika á framlengingu til Balí. Þetta er nítjánda Rýnisferðin á vegum félagsins en ferðirnar hófust á vegum Tæknifræðingafélags Íslands árið 1998 og hafa frá upphafi notið mikilla vinsælda.

Gert er ráð fyrir 150 manns í ferðina sem seldist upp á örfáum mínútum.  Rúmlega 200 manns skráðu sig á fyrstu mínútunum. Beiðni um greiðslu staðfestingargjalds verður send út til væntanlegra þátttakenda 30. janúar. Einnig verða sendar út upplýsingar til þeirra sem eru á biðlista