Aðalfundur og ársskýrsla 2023-2024

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands var haldinn 30. apríl 2024.

30. apr. 2024

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands 2024 var haldinn þriðjudaginn 30. apríl. Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf, farið yfir skýrslu stjórnar og reikningsskil. Jafnframt var tilkynnt um kjör í stjórnir og eru upplýsingar hér neðar. 

Ársskýrsla VFÍ 2023-2024.

Fundargerð aðalfundar verður birt á vefnum þegar hún liggur fyrir.

Traustur fjárhagur - félagsgjald ekki hækkað síðan 2017

Fjárhagsleg staða VFÍ og sjóða í vörslu þess mjög traust. Samþykkt var tillaga um óbreytt félagsgjald, sem hefur verið hið sama frá árinu 2017. (3.750.- kr. á mánuði).

Félagsgjöld í VFÍ eru lág miðað við það sem gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði. Félagsgjaldið er föst upphæð, 3.750.- krónur á mánuði en ekki prósenta af heildarlaunum eins og er meginreglan á íslenskum vinnumarkaði.

Upplýsingar um stjórnir félagsins

Kosningar til stjórna Verkfræðingafélags Íslands 2024

Sjálfkjörið var í aðalstjórn VFÍ, stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi í VFÍ og stjórn Kjaradeildar VFÍ.

Aðalstjórn:
Erlendur Örn Fjeldsted, meðstjórnandi til tveggja ára.
Silvá Kjærnested, varameðstjórnandi, til tveggja ára.

Stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi:
Bergþór Þormóðsson, meðstjórnandi til tveggja ára.
Jón M. Guðmundsson, varameðstjórnandi til eins árs.

Stjórn Kjaradeildar:
Gunnar Sigvaldason, formaður til eins árs.
Ásdís Sigurðardóttir, meðstjórnandi til tveggja ára.
Bjarki Ómarsson, meðstjórnandi til tveggja ára.
Eyþór Helgi Úlfarsson meðstjórnandi til eins árs.
Kristjana Ósk Birgisdóttir varameðstjórnandi til tveggja ára.
Una Guðrún Gautadóttir varameðstjórnandi til eins árs.