Verkin tala - viðurkenningar VFÍ
Uppskeruhátíð meistaranema í Háskólanum í Reykjavík.
Á hverju vori heldur Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík uppskeruhátíð sem nefnist Verkin tala. Þar kynna meistaranemar við deildina niðurstöður rannsókna sinna á veggspjöldum. Páll Á. Jónsson, varaformaður VFÍ flutti ávarp og afhenti viðurkenningar fyrir tvö bestu veggspjöldin.
Fyrir 30 eininga verkefni var það Friðrik Tryggvi Róbertsson sem hlaut viðurkenningu en hans verkefni var: Deep Reinforcement Learning in Well Pump Network Optimization for Power Reduction. Leiðbeinendur: María Sigríður Guðjónsdóttir og Egill Maron Þorbergsson.
Fyrir 60 eininga verkefni hlaut Rakel Baldvinsdóttir viðurkenningu en hennar verkefni var: Gait Analysis for AFO Selection by using IMU Sensor. Leiðbeinandi: Magnús Kjartan Gíslason.
Á myndinni eru, talið frá vinstri: Páll Á. Jónsson varaformaður VFÍ, Friðrik Tryggvi Róbertsson, Rakel Baldvinsdóttir, Steindór Guðmundsson formaður Menntamálanefndar VFÍ og Ármann Gylfason deildarforseti Verkfræðideildar HR.