• stjorn_vfi

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands

Frestað til 26. maí vegna COVID-19 faraldursins.

31. mar. 2020

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands 2020 verður haldinn 26. maí kl. 17 í Verkfræðingahúsi Engjateigi 9. Tillögur félagsmanna og framboð í stjórnir félagsins áttu að berast aðalstjórn VFÍ fyrir 15. febrúar. Aðalfundurinn  átti upphaflega að vera 20. apríl en var frestað vegna COVID-19 faraldursins. 

Í aðdraganda aðalfundar fara fram kosningar í stjórnir félagsins: Fjórir buðu sig fram til aðalstjórnar en kosið verður um meðstjórnanda og varameðstjórnanda. Sjálfkjörið verður í stjórn Kjaradeildar VFÍ og stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi. Rafræn kosning mun fara fram dagana 11. - 18. maí.

Núverandi stjórnir VFÍ.

Upplýsingar um frambjóðendur.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Kosning til aðalstjórnar.

Úr stjórn eiga að ganga Jóhannes Benediktsson meðstjórnandi, sem nú gegnir embætti varaformanns VFÍ, og Anna Beta Gísladóttir varameðstjórnandi. Því er kosið um meðstjórnanda og varameðstjórnanda til tveggja ára. Í aðalstjórn sitja einnig formaður Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi og formaður Kjaradeildar VFÍ. (Sjá 11. grein laga VFÍ um stjórnarkjör).

Kosning í stjórn Kjaradeildar.

Úr stjórn eiga að ganga Heimir Örn Hólmarsson, Margrét Elín Sigurðardóttir meðstjórnendur og Einar Halldórsson og Helga Helgadóttir, varameðstjórnendur. Kosið er um tvo meðstjórnendur og einn varameðstjórnanda. (Sbr. lagabreytingar gerðar á aukaaðalfundi 2018). (Sjá 12. grein laga VFÍ um stjórnarkjör Kjaradeildar). Sjálfkjörið er í stjórn Kjaradeildar VFÍ.

Kosning í stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi.

Úr stjórn eiga að ganga Davíð Á. Gunnarsson meðstjórnandi og Bergþór Þormóðsson varameðstjórnandi. (Sjá 13. grein laga VFÍ um stjórnarkjör Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi). Því er kosið um meðstjórnanda til tveggja ára og varameðstjórnanda til eins árs. Sjálfkjörið er í stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi í VFÍ. 

Á myndinni er núverandi aðalstjórn VFÍ. Fremri röð frá vinstri: Páll Á. Jónsson formaður Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi, Svana Helen Björnsdóttir formaður VFÍ, Hlín Benediktsdóttir meðstjórnandi. Efri röð frá vinstri: Jóhannes Benediktsson varaformaður VFÍ, Birkir H. Jóakimsson formaður Kjaradeildar VFÍ, Anna Beta Gísladóttir varameðstjórnandi og Árni B. Björnsson framkvæmdastjóri VFÍ. Á myndina vantar Guðrúnu A. Sævarsdóttur, varameðstjórnanda.

Dagskrá aðalfundar

 1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu ári.
 2. Reikningar félagsins, þ.m.t. reikninga deilda og sjóða félagsins, fyrir undanfarandi starfsár lagðir fram til samþykkis.
 3. Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda.
 4. Tillögur félagsstjórnar.
 5. Lýst kosningu stjórnar.
 6. Kjör endurskoðanda og skoðunarmanns.
 7. Lýst kosningu í stjórn Kjaradeildar félagsins.
 8. Lýst kosningu í stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi.
 9. Laun formanns og stjórnarmanna.
 10. Laga- og reglugerðarbreytingar.
 11. Önnur mál.

Eins og kveðið er á um í reglugerðum kjarasjóða verða þær bornar upp til samþykktar á fundinum. Reglugerðir og starfsreglur sjóða eru á síðu hvers sjóðs fyrir sig á vefnum.