Breytingar á starfsreglum Sjúkrasjóðs VFÍ
Breytingar á starfsreglum Sjúkrasjóðs VFÍ taka gildi 1. janúar 2025.
Þann 1. janúar 2025 taka gildi breytingar á starfsreglum Sjúkrasjóðs VFÍ. Í stað fæðingarorlofsdagpeninga verður greiddur fæðingarstyrkur. Helstu breytingar eru:
- Fæðingarstyrkur er 300 þúsund króna eingreiðsla með hverju barni.
- Réttur til fæðingarstyrks miðast við að viðkomandi hafi verið sjóðfélagi við fæðingu barns.
- Umsókn þarf að berast fyrir 12 mánaða aldur barns.
- Sjóðfélagi þarf að hafa a.m.k. 12 mánaða samfellda aðild að Sjúkrasjóði til að eiga rétt á styrk.
Athugið. - Þau sem eru byrjuð að fá fæðingarorlofsdagpeninga á árinu 2024 klára þann rétt og fá ekki fæðingarstyrk.
Starfsreglur Sjúkrasjóðs VFÍ - skjal með breytingum.
Ástæður breytinga
Breytingin á starfsreglum Sjúkrasjóðs VFÍ á sér langan aðdraganda og var gerð að vel athuguðu máli.
Skoðað var hvernig greiðslur dreifðust á sjóðfélaga og niðurstaðan var sú að meðaltalsgreiðslan á hvern sjóðfélaga var að rétt tæpar 300 þúsund krónur í heildina. Það er semsagt sama upphæð og fæðingarstyrkurinn eftir breytinguna. Ef báðir foreldrar er sjóðfélagar er greiðslan 600 þúsund krónur í heildina miðað við 100% starfshlutfall.
Stjórn Sjúkrasjóðsins taldi þetta því sanngjarna breytingu og styðja við það meginhlutverk sjóðsins að aðstoða sjóðfélaga ef þeir verða frá vinnu í langan tíma vegna veikinda eða slysa.
Staða Sjúkrasjóð VFÍ er mjög sterk. Þó verður að taka tillit til þess að eins og hjá sjúkrasjóðum annarra stéttarfélaga hefur orðið mikil aukning í fjölda þeirra sem fá sjúkradagpeninga vegna kulnunar eða lífsþreytuástands.
Mynd/Unsplash.