Breytingar á starfsreglum Sjúkrasjóðs VFÍ

Breytingar á starfsreglum Sjúkrasjóðs VFÍ taka gildi 1. janúar 2025.

27. nóv. 2024

Þann 1. janúar 2025 taka gildi breytingar á starfsreglum Sjúkrasjóðs VFÍ. Í stað fæðingarorlofsdagpeninga verður greiddur fæðingarstyrkur. Helstu breytingar eru:

  • Fæðingarstyrkur er 300 þúsund króna eingreiðsla með hverju barni.
  • Réttur til fæðingarstyrks miðast við að viðkomandi hafi verið sjóðfélagi við fæðingu barns.
  • Umsókn þarf að berast fyrir 12 mánaða aldur barns.
  • Sjóðfélagi þarf að hafa a.m.k. 12 mánaða samfellda aðild að Sjúkrasjóði til að eiga rétt á styrk.

Athugið. - Þau sem eru byrjuð að fá fæðingarorlofsdagpeninga á árinu 2024 klára þann rétt og fá ekki fæðingarstyrk.

Starfsreglur Sjúkrasjóðs VFÍ - skjal með breytingum.


Mynd/Unsplash.