Könnun vegna kjaraviðræðna - niðurstöður
Niðurstöður könnunar sem gerð var hjá starfsfólki verkfræðistofa.
Í sumarbyrjun var gerð könnun meðal félagsmanna VFÍ sem starfa á verkfræðistofum og heyra undir kjarasamning VFÍ við Félag ráðgjafarverkfæðinga (FRV). Könnunin er einn af mörgum þáttum til að greina hvaða áherslur félagsmenn vilja hafa í komandi kjarasamningsviðræðum. Núgildandi samningur rennur út 1. nóvember næstkomandi.
Þátttaka í könnuninni var mjög góð, yfir 60%. Fulltrúar Maskínu, sem annaðist framkvæmd könnunarinnar, fóru yfir niðurstöður með fulltrúum stjórnar VFÍ, stjórn Kjaradeildar VFÍ og samninganefndar. Sambærileg könnun var gerð 2019 og því hægt að greina hvort viðhorf hafi breyst.
Þegar spurt var um þrjú helstu áhersluatriði í kjarasamningum kemur ekki á óvart að flestir nefna hærri laun, vinnutíma og bætt lífeyrisréttindi.
Helstu niðurstöður má segja að séu að 42% svarenda telja að þeir hafi lægri laun en fólk í sambærilegu starfi annars staðar og hefur fjölgað í þeim hópi um 8% frá 2019. Niðurstöður voru jákvæðar að því er varðar starfsánægju (79% ánægð í starfi) og sveigjanleika, lang stærstur meirihluti telur starfið sitt áhugavert (80%) en álag er mikið (70%, - Þar af svara næstum 11% að álag sé allt of mikið). Heldur færri leggja áherslu á styttingu vinnuvikunnar en 2019 en munurinn er ekki mikill.
Ábendingar vegna komandi kjaraviðræðna má senda á netfangið: kjaramal@verktaekni.is