Kvennaverkfall 2023
Konur leggja niður störf 24. október.
Kvennaverkfallið 2023 er hvorki verkfall í skilningi vinnulöggjafarinnar né frídagur launafólks. Kvennaverkfallið er baráttudagur fyrir jafnrétti á vinnumarkaði og tekur launafólk þátt á eigin forsendum og samkvæmt eigin ákvörðun.
Eðlilegast er að launþegi ræði við sinn næsta yfirmann og fái heimild hjá honum til að leggja niður störf til að taka þátt í baráttu fyrir jafnrétti. Atvinnurekanda ber ekki skylda til að greiða þeim laun sem leggja niður störf þennan dag.