Niðurstöður Kjarakönnunar 2015

Kynningarfundur í september.

29. jún. 2015

Niðurstöður kjarakönnunar Kjaradeildar VFÍ 2015 liggja fyrir. Þær má nálgast hér á vefnum.

Til að auðvelda félagsmönnum lestur kjarakönnunar er þeim bent á að skoða meðalheildarlaun hvers árgangs í töflu 2 og síðan töflurnar fjórar nr. 24, 26, 28 og 30 sem greindar eru eftir starfsvettvangi.  Breyturnar í þessum töflum eru starfsaldur í töflu 24, lífaldur  í töflu 26, fagsvið í 28 og starfssvið í töflu 30. Gefin eru bæði upp meðaltals föst laun og heildarlaun. 

Einnig er áhugavert að skoða töflu nr. 4 sem gefur upp meðalheildarlaun eftir starfsvettvangi (nánari skilgreiningar en í fyrri töflum) svo og töflu 9 sem sýnir vikmörk meðalheildarlauna, þ.e. meðaltal, miðgildi (50% félagsmanna fyrir ofan miðju og undir miðju) og vikmörkin 10%, 25%, 75% og 90%.

Með þessum hætti má nálgast til muna þau markaðslaun sem við eiga fyrir hvern einstakling. 

Stefnt er að því að farið verði yfir könnunina á Samlokufundi í september og meðal annars farið yfir þær marktæku breytur könnunarinnar sem tölfræðilíkanið leiðir í ljós.

Þátttökuverðlaun

Að venju voru veitt þátttökuverðlaun og þau hlutu að þessu sinni:

Auður Ólafsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir og Sigurður Gísli Karlsson.

Á myndinni eru Sigurður Gísli Karlsson, verkfræðingur, Erlendur Geirdal, tæknifræðingur, sem tók þátt í kjarakönnun KTFÍ, og Þrúður G. Haraldsdóttir, sviðsstjóri kjaramála á skrifstofu VFÍ/TFÍ.