• steinar_og_foss

Nýr kjarasamningur við SA

21. jún. 2018

Meðal helstu breytinga sem nýi kjarasamningurinn felur í sér er að staðfest er áður gert samkomulag aðila um aukið framlag vinnuveitanda í lífeyrissjóði, en framlagið hækkar í 11,5% þann 1. júlí 2018. Þá er vinnuveitanda skylt að greiða framlag í Starfsmenntunarsjóð VFÍ sem áður var valkvætt. 

Nýtt ákvæði var tekið inn um staðgengla og breytt eða aukin margvísleg ákvæði í ýmsum köflum samningsins svo sem um uppsagnarfrest á reynslutíma, breytingar á vaktavinnukafla, veikindakafla og fleiru. Þá var lögð aukin áhersla á mikilvægi þess að vinnuveitandi og starfsmaður geri með sér skriflegan ráðningarsamning í upphafi ráðningar og sérstakur skýringarrammi settur í samninginn um ákvæði hans um árleg launaviðtöl.

Frá og með 1. júlí 2018 er launagreiðendum skylt að greiða 0,22% í Starfsmenntunarsjóð VFÍ og 11,5% mótframlag í lífeyrissjóð. 

Kjarasamningur við SA.